Um Olivita

Olivita er samsett úr virkum náttúrulegum efnum sem eru sköpuð af náttúrunni og þróuð í rannsóknum vísindamanna við Háskólann í Tromsö í Noregi.

ÞAÐ BESTA FRÁ TVEIMUR HEIMUM
Eskimóar og fólk í Miðjarðarhafslöndunum þjást síður af hjartasjúkdómum og krabbameini en fólk á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu, en mataræði er afgerandi áhrifaþáttur í vörn gegn þessum sjúkdómum.

Olivita sameinar það besta úr mataræði eskimóa og miðjarðarhafsbúa með blöndun hreinsaðs selalýsis og kaldpressaðrar ólífuolíu.

HVAÐ SKILUR OLIVITA FRÁ ÖÐRUM HEILSUVÖRUM?

BLANDAN
Olivita er eina varan á markaðinum sem er blanda af selalýsi og ólífuolíu. Heilsufarsáhrifin eru samverkun þessara tveggja náttúrulegu olíuafurða að þakka.

Auk annarra fitusýra inniheldur selalýsi meira magn hinnar heilsusamlegu DPA fitusýru en fiskilýsi og aðrar omega-3 afurðir. Ólífuolían er mjög rík af andoxunarefnum og bólgueyðandi innihaldsefnum. Auk þessa er D-vítamíni bætt í blönduna, en íbúar norðurslóða fá fæstir nóg D-vítamín.

VERKUNIN
Sérstök samsetning selalýsis og ólífuolíu gerir Olivita virka vörn gegn hjarta- og æðavandamálum, blóðtappa, heilaslagi, psoriasis, liðagigt og ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum sem tengjast bólguviðbrögðum.

Bæði ólífuolía og selalýsi innihalda efni með mjög góða bólguhemjandi eiginleika. Eitt af þeim, oleochantal, hefur einnig sýnt sig að búa yfir Ibux/Ibufen-líkum verkjastillandi eiginleikum. Þetta er þekkt og hefur meðal annars komið fram í hinu virta tímariti Nature. Í dag vitum við að margir sjúkdómar tengjast bólguviðbrögðum.

VÖRN GEGN ÞRÁNUN
Olivita inniheldur sterk andoxunarefni í ólífuolíunni sem vernda omega-3 fitusýrurnar gegn þránun þegar þær berast í líkamann. Til að ná fram jákvæðum áhrifum omega-3 fitusýranna er afgerandi að hindra þránun þeirra. Lýsi er hreinsað samkvæmt mjög ströngum stöðlum. Þar tapast einnig andoxunarefnin, sem verja omega-3 fitusýrurnar gegn þránun bæði utan og í líkamanum. Aðrar omega-3 vörur á markaðinum þrána mun meira en Olivita, þegar þær koma inn í líkamann.

RÁÐLAGÐAR SKAMMTASTÆRÐIR
Olivita er til sem fljótandi olía og í belgjum. Allar vörurnar eru með viðbættu D-vítamíni. Olían er til með sínu náttúrulega bragði (án bragðefnis) og með náttúrulegri sítrónuolíu.
Fyrir fullorðna er mælt með 15 millilítrum (2 matskeiðum) á dag, en fyrir börn er ráðlagður skammtur 7,5 millilítrar (1 matskeið) á dag.
Ráðlagður skammtur af belgjum er allt að 6 á dag fyrir fullorðna, fyrir börn undir 10 ára aldri er mælt með fljótandi olíu.
Sé olían geymd í kæli (undir 4 gráðum á Celsíus) getur hún orðið skýjuð og þykkfljótandi. Þetta er eðlilegt vegna ólífuolíunnar og hverfur fljótt við stofuhita.

Þróun Olivita

Þróun Olivita er byggð á þekkingu frá meira en 20 ára rannsóknum, með samtals um 1200 þáttakendum, prófessoranna Bjarne Østerud og Edel O. Elvevoll við Háskólann í Tromsö í Noregi.Innblásturinn að rannsóknum og þróun Olivita fékk Bjarne út frá eigin lífshagsmunum. Erfðatilhneiging til hjarta-og æðasjúkdóms í fjölskyldunni olli því að hann hóf leit að fæðubótarefni sem gæti komið í veg fyrir ótímabært andlát um aldur fram.

Hann þróaði Olivita – blöndu omega-3 fitusýra, andoxunarefna og efnasambanda sem fyrirbyggja bólgutengda sjúkdóma eins og gigt, exem og æðakölkun, en hún er einmitt bólgusjúkdómur.

Samsetning Olivita úr tveimur ólíkum náttúrulegum olíum gefur hin einstöku heilsuáhrif Olivita. Vegna almenns skorts á D-vítamíni hjá íbúum norðurslóða, sem meðal annars er talið geta haft áhrif á þunglyndi, blóðþrýsting, sjálfsofnæmissjúkdóma, ristilkrabba og beinþynningu, er einnig sett D-vítamín í Olivita.

Það má með sanni segja að Olivita sé skapað af náttúrunni og þróað í rannsóknum. Olivita er eina fæðubótarefnið sem sameinar selalýsi og ólífuolíu og er því einkaleyfisverndað.

Þú getur lesið alla söguna um þróun Olivita hér á olivita.com. Á síðunni er flettigluggi sem leyfir val á ýmsum tungumálum, meðal annars íslensku.

Rannsóknirnar sem leiddu til þróunar Olivita voru bæði gerðar á sjávarfangi og ýmsum gerðum lýsis:

1986 Þorskalýsi
1987 Omega-3 þykkni EPA + DHA (85 %)
1992 Kaldpressað hvalalýsi, hreinsað selalýsi og fisklýsi
1994 Kaldpressað og hreinsað hvalalýsi
1999 Reyktur lax, laxaflök, þorskflök og fisklýsi
1999 Lýsi á ýmsum hreinsunarstigum
2000 Kaldpressað og hreinsað hvalalýsi, selalýsi og þorsklýsi
2003 Selalýsi, fisklýsi, Olivita
2004 Fisklýsisbelgir
2010 Hreinsað selalýsi og kaldpressuð ólífuolía – áhrif á æðakölkun.

Verkun Olivita

Selalýsi er auðugt af omega-3 fitusýrum í mjög góðum hlutföllum.

Ólífuolían er mjög góð uppspretta andoxunarefna og bólguhemjandi efna.

Rannsóknir hafa staðfest að þessi samsetning er mjög áhrifarík, bæði gagnvart hjarta- og æðavandamálum, blóðtappa og heilablóðfalli. Olivita virkar einnig dempandi á psoriasis, liðabólgur og röð sjálfsofnæmissjúkdóma, sem allir tengjast bólguviðbrögðum. Rétt hlutföll á milli selalýsisins og ólífuolíunnar er afgerandi fyrir áhrifin, sem eru staðfest í mörgum rannsóknum.

HJARTA- OG ÆÐAKERFI
Hjarta- og æðasjúkdómar er meðal algengustu dánarorsaka á Vesturlöndum. Algengasta orsök hjartasjúkdómanna hjartaáfalls(dreps), hjartsláttartruflana og angina(hjartaöng) er stíflaðar kransæðar, eða æðakölkun eins og forstig hjartadreps/áfalls er einnig kallað.

Olivita fyrirbyggir hjarta- og æðasjúkdóma bæði með því að hindra myndun og fjarlægja kölkun í æðum. Verkunin byggir á því að Olivita hefur jákvæð áhrif á blóðplöturnar sem eru aðalorsakavaldur í þróun æðakölkunar. Nýleg rannsókn sýndi að Olivita veitir 57% vörn gegn myndun æðakölkunar á meðan fiskilýsi veitir 17% vörn. (Sjá grein: Eilertsen et al Lipids Health Dis 2011 og Eilertsen et al. J Nutr 2012.).

KÓLESTERÓL
Rannsóknir sýna að Olivita hjálpar til við að skapa jafnvægi milli góðs og slæms kolesteróls. Það er einnig staðfest að Olivita eykur hið góða HDL kólesteról, sem einnig vinnur gegn þróun hjarta- og æðasjúkdóma.
Aukin neysla fitu í formi omega-3 krefst jafnvægis í neyslu andoxunarefna til að hindra þránun omega-3 sem binst við kólesteról (LDL-kólesteról) í æðaveggjunum. Andoxunarefnin í Olivita vinna gegn þessari þránun.

LIÐIR OG VÖÐVAR
Í selalýsi er, auk EPA og DHA fitusýranna, umtalvert meira af fitusýrunni DPA en í omega-3 afurðum úr fiski eða kríli. DPA hfur sýnt sig að hafa sérstaklega góð áhrif á auma og stífa liði og vöðva. Við liðsjúkdóma inniheldur liðvökvinn agnir sem valda bólgu í liðum. Ólífuolían inniheldur bólguhemjandi þætti. Þegar ólífuolía og selalýsi er blandað í réttu hlutfalli nást sterk bólguhemjandi áhrif sem er gott fyrir þá sem þjást af liðagigt og öðrum gigtarsjúkdómum, eins og t.d. slitgigt og Bekhterevs.

Það hefur sýnt sig að hinir bólguhemjandi eiginleikar ólífuolíu verka einnig verkjastillandi. Þesu veldur oleochantal sem auk þess að vinna á móti myndun efna sem valda sársauka, hefur einnig verkjastillandi áhrif. Oleochantal er náttúrulegt efnasamband sem finnst í kaldpressaðri ólífuolíu. Það er andoxunarefni sem virkar bólgueyðandi og sársaukadempandi.

IKTSÝKI
Iktsýki er gigtarsjúkdómur sem tengist blóðflögum. Virkjaðar blóðflögur tengjast ögnum sem finnast í miklu magni í liðvökva sjúklings. Það er talið að þessar agnir séu ástæða bólguviðbragða í liðum. Olivita veldur minni virkjun blóðflaga, sem leiðir til minni myndunar öragna og sársaukaminnkunar.

HÚÐSJÚKDÓMAR
Psoriasis, exem og fleiri húðsjúkdómar orsakast af bólguvaldandi efnum á svipaðan hátt og gigt. Olivita minnkar myndun bólguvalda og hefur þannig góð áhrif á psoriasis og marga aðra húðsjúkdóma. Margar rannsóknir benda til að virkjaðar blóðflögur eigi þátt í mörgum húðsjúkdómum og verkun Olivita á blóðflögur er því til góðs.

ÁLAGSMEIÐSLI
Neysla Omega-3 getur skipt miklu máli fyrir góðan árangur í íþróttum og tilraunir hafa sýnt að Olivita getur þar haft jákvæð áhrif. Þjálfun fylgja oft álagsmeiðsli, sem orsakast af bólgumyndunum. Slit í hnjám er t.d. algengt meðal bæði hlaupara og annars íþróttafólks.

Olivita minnkar myndun bólgumyndandi efna umtalsvert og þar með einnig álagsmeiðsli.

SJÁLFSOFNÆMISSJÚKDÓMAR
Klínískar rannsóknir á Olivita sýna bólgueyðandi áhrif sem eru mun betri en með neyslu hreins fiskilýsis. Margir sjálfsofnæmissjúkdómar eru tengdir bólguviðbrögðum og því er viðbúið að Olivita hafi jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma (t.d. ristilbólgu, Lúpus, MS og gigtsjúkdóma).

BÓLGUEYÐANDI
Bólguviðbrögð eru staðbundin viðbrögð við sýkingu eða skaða, eða hvoru tveggja. Þetta eru viðbrögð við óeðlilegu ástandi sem líkaminn reynir að laga. Vitað er að mikill fjöldi sjúkdóma tengist bólguviðbrögðum.

Einstök samsetning selalýsis og ólífuolíu gerir Olivita að góðum kosti bæði gagnvart sjúkdómunum nefndum hér að framan og sjálfsofnæmissjúkdómum sem tengjast bólguviðbrögðum.

ANDOXUNAREFNI VERNDA GEGN ÞRÁNUN
Andoxunarefnin í ólífuolíunni eru fituleysanleg og eru tekin vel upp í líkamanum. Þau gegna mjög mikilvægu hlutverki við að verja omega-3 fitusýrurnar gegn þránun (oxun) sem er algengt vandamál tengt omega-3 afurðum, bæði utan líkamans og í honum.